Skip to content

Herbergin

Milk Factory er með alls 17 herbergi, öll með sér baðherbergi. Við erum með sex fjölskylduherbergi og ellefu eins til tveggja manna. Herbergin okkar eru hönnuð til að slappa af eftir langa og ævintýralega daga.

EINSTAKLINGAR / PÖR

Lýsing

Herbergin okkar eru rúmgóð eða um 26fm og erum við með möguleika á einbreiðum og tvíbreiðum rúmum, hvort sem það eru einstaklingar, pör eða vinir að ferðast saman. Hægt er að fá auka rúm ef börn eru með í ferð. Öll herbergin eru nýuppgerð með fallegu útsýni yfir fjöllin og jökulinn. Einkabaðherbergi, Sjónvarp og internet er inni á öllum herbergjum. 

Hvað er innifalið?

FJÖLSKYLDUR

Lýsing

Fjölskylduherbergin okkar eru á tveimur hæðum og um 32 fm að stærð. Tvö tvíbreið rúm og möguleiki á að bæta við auka rúmum fyrir yngri og eldri börn. Öll herbergin eru nýuppgerð með fallegu útsýni yfir fjöllin og jökulinn. Einkabaðherbergi, Sjónvarp og internet er inni á öllum herbergjum.

Hvað er innifalið?